Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester City og Watford, segir mikla og stóra áskorun að hafa þurft að læra að ganga aftur. Á síðasta ári var greint frá því að hann væri að glíma við taugasjúkdóm.
Pearson sagðist vera að bíða eftir frekari greiningu í október 2023, skömmu áður en hann var rekinn sem stjóri Bristol City.
Pearson birtir uppfærslu á ástandi sínu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkar öllu því góða fólki sem hefur sýnt honum stuðning.
„Að læra að ganga aftur hefur verið ótrúleg áskorun. Ég vil þakka fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, stuðningsmönnum og heilbrigðisstarfsfólki innilega fyrir stuðninginn," segir Pearson.
Hann er 61 árs og segist hafa tekið miklum framförum, sé farinn að geta hjólað og sveiflað golfkylfum.
„Þó óvissa sé með framhaldið get ég sagt að jákvæðni og hlátur hafa reynst besta lyfið."
I would like to thank all the kind people who have continued to send their support during the last 13 months. I'd like to update you. Learning to walk again has been an incredible challenge. My appreciation of support from family, friends, colleagues, supporters, and medical… pic.twitter.com/VZhF6dLGej
— Nigel Pearson (@NigelGPearson) December 9, 2024
Athugasemdir