Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   þri 10. desember 2024 16:41
Elvar Geir Magnússon
Dómari sem þekkir Kópavogsvöll vel dæmir hjá Víkingi
Fréttamaður Fótbolta.net gaf Bilbija ekki góða dóma fyrir ári síðan.
Fréttamaður Fótbolta.net gaf Bilbija ekki góða dóma fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bosníumenn sjá um dómgæsluna á fimmtudaginn þegar Víkingur tekur á móti sænska liðinu Djurgarden á Kópavogsvelli í Sambandsdeildinni.

Aðaldómari leiksins verður Luka Bilbija en hann dæmdi á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan, þá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv.

„Margar furðulegar ákvarðanir og leyfði þessu að fara í einhvern sirkus eftir fyrra markið. Var ekki með sérstaklega góð tök á þessum leik," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, um frammistöðu Bilbija. Guðmundur var ekki sérstaklega hrifinn og gaf honum 3 í einkunn. Maccabi vann leikinn 2-1.

Football Rankings hefur reiknað út að það eru 88% líkur á því að Víkingur fari í umspil Sambandsdeildarinnar. Liðið hefur leikið vel í keppninni og er sem stendur í 14. sæti.

Liðin sem enda í efstu átta sætunum fara beint í 16-liða úrslit en liðin sem enda í sætum 9-24 fara í umspil um að komast þangað.

Víkingur leikur við Djurgarden á fimmtudaginn klukkan 13 á en leikið er svona snemma þar sem flóðljósin á vellinum standast ekki UEFA kröfur. Svo leika Víkingar gegn LASK í Austurríki 19. desember í síðustu umferð deildarkeppninnar.
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 6 6 0 0 26 5 +21 18
2 Guimaraes 6 4 2 0 13 6 +7 14
3 Fiorentina 6 4 1 1 18 7 +11 13
4 Rapid 6 4 1 1 11 5 +6 13
5 Djurgarden 6 4 1 1 11 7 +4 13
6 Lugano 6 4 1 1 11 7 +4 13
7 Legia 6 4 0 2 13 5 +8 12
8 Cercle Brugge 6 3 2 1 14 7 +7 11
9 Jagiellonia 6 3 2 1 10 5 +5 11
10 Shamrock 6 3 2 1 12 9 +3 11
11 APOEL 6 3 2 1 8 5 +3 11
12 Pafos FC 6 3 1 2 11 7 +4 10
13 Panathinaikos 6 3 1 2 10 7 +3 10
14 Olimpija 6 3 1 2 7 6 +1 10
15 Betis 6 3 1 2 6 5 +1 10
16 Heidenheim 6 3 1 2 7 7 0 10
17 Gent 6 3 0 3 8 8 0 9
18 FCK 6 2 2 2 8 9 -1 8
19 Vikingur R. 6 2 2 2 7 8 -1 8
20 Borac BL 6 2 2 2 4 7 -3 8
21 Celje 6 2 1 3 13 13 0 7
22 Omonia 6 2 1 3 7 7 0 7
23 Molde 6 2 1 3 10 11 -1 7
24 Backa Topola 6 2 1 3 10 13 -3 7
25 Hearts 6 2 1 3 6 9 -3 7
26 Boleslav 6 2 0 4 7 10 -3 6
27 Istanbul Basaksehir 6 1 3 2 9 12 -3 6
28 Astana 6 1 2 3 4 8 -4 5
29 St. Gallen 6 1 2 3 10 18 -8 5
30 HJK Helsinki 6 1 1 4 3 9 -6 4
31 Noah 6 1 1 4 6 16 -10 4
32 TNS 6 1 0 5 5 10 -5 3
33 Dinamo Minsk 6 1 0 5 4 13 -9 3
34 Larne FC 6 1 0 5 3 12 -9 3
35 LASK Linz 6 0 3 3 4 14 -10 3
36 Petrocub 6 0 2 4 4 13 -9 2
Athugasemdir
banner
banner
banner