Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Neuer braut rifbein þegar hann fékk rautt - Kemur aftur í janúar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Manuel Neuer verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa brotið rifbein.

Neuer var rekinn af velli með sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum þegar Bayern var slegið úr þýska bikarnum af Bayer Leverkusen fyrir viku síðan. Hann var rekinn útaf á 17. mínútu og tók svo ekki þátt í 4-2 sigri gegn Heidenheim um helgina.

Neuer fékk beint rautt fyrir að hlaupa út úr vítateignum og klessa harkalega á leikmann Leverkusen. Hann rændi þannig upplögðu marktækifæri af andstæðingunum.

   03.12.2024 20:39
Fyrsta rauða spjaldið sem Neuer fær á ferlinum


Neuer sýndi engin merki um það en hann hefur brotið rifbein í samstuðinu.

„Hann mun líklega ekki spila aftur á þessu ári en við búumst við honum í janúar," sagði Vincent Kompany í dag.

Bayern heimsækir Shakhtar Donetsk annað kvöld og á svo erfiða leiki við Mainz og RB Leipzig í deildinni áður en Þjóðverjar fara í jólafrí.

Neuer er 38 ára gamall og rennur út á samningi hjá Bayern næsta sumar, þegar hann verður orðinn 39 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner