Það var ansi óvænt að bæði Mickey van de Ven og Cristian Romero væru í byrjunarliði Tottenham gegn Chelsea sem hefst klukkan 16:30.
Romero hefur misst af síðustu fjórum leikjum en Van de Ven hefur misst af sjö leikjum.
Breskir fjölmiðlar segja að þeir höfðu heyrt að Romero myndi líklega spila leikinn í dag en það kom öllum á óvart að sjá Van de Ven í byrjunarliðinu.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var spurður út í Van de Ven en hann sagði að áætlunin hafi verið að spila honum gegn Rangers í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en hann hafi æft vel í gær og Postecoglou tók þá ákvörðun um að henda honum í byrjunarliðið í dag.
Athugasemdir