Tveir leikir fóru fram í Bose-mótinu um helgina þar sem Víkingur og KR unnu stórsigra. Nú er hægt að sjá mörkin úr báðum leikjunum á Fótbolta.net.
Í fyrri leiknum unnu Víkingar 1 - 5 sigur á FH í Víkinni en fyrstu fjögur mörk leiksins komu á fyrstu tíu mínútunum. Mörkin úr þeim leik má sjá neðst í fréttinni.
FH 1-5 Víkingur
1-0 Jón Guðni Fjóluson (sjálfsmark)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson
2-1 Valdimar Þór Ingimundarson
3-1 Erlingur Agnarsson
4-1 Tarik Ibrahimagic
5-1 Daði Berg Jónsson
Í hinim leiknum fékk KR lið Aftureldingar í heimsókn í vesturbæinn. Eiður Gauti Sæbjörnsson sem kom til félagsins í vetur frá HK byrjaði leikinn á tveimur mörkum og annar nýliði, Róbert Elís Hlynsson frá ÍR skoraði síðasta markið. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að ofan.
KR 5 - 0 Afturelding
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('17)
2-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('22)
3-0 Stefán Árni Geirsson ('28)
4-0 Óðinn Bjarkason ('55)
5-0 Róbert Elís Hlynsson ('70)
Athugasemdir