Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 10. desember 2024 20:46
Brynjar Ingi Erluson
O'Neil verður áfram stjóri Wolves
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil verður áfram stjóri Wolves á Englandi og verður það í fyrirsjáanlegri framtíð en þetta kemur fram á Sky Sports.

Wolves tapaði þriðja leik sínum í röð er það heimsótti West Ham í gær og tíunda tapið á tímabilinu.

Enskir miðlar voru fullvissir um að þetta yrði hans síðasti leikur sem stjóri félagsins en Sky greinir nú frá því að hann verði áfram við stýrið.

Samkvæmt miðlinum nýtur hann fulls stuðnings hjá Wolves og vill félagið hafa hann við stjórn í fyrirsjáanlegri framtíð.

Wolves mætir næst nýliðum Ipswich á Molineux en Úlfarnir eru með aðeins 9 stig í næst neðsta sæti deildarinnar.

Næstu fimm leikir Wolves:
Ipswich (heima)
Leicester (úti)
Man Utd (heima)
Spurs (úti)
Nottingham Forest (heima)
Athugasemdir
banner
banner
banner