Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak kom Newcastle United yfir gegn Liverpool með stórkostlegu marki á St. James' Park í kvöld.
Það var alls ekkert víst að Isak yrði með í leiknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Hann náði sér í tæka tíð og sem betur fer fyrir Newcastle því hann kom liðinu í 1-0 gegn Liverpool með algerlega stórkostlegu marki fyrir utan teig.
Bruno Guimaraes sendi boltann á Isak sem var með Virgil van Dijk fyrir framan stig. Svíinn þurfti ekkert að komast framhjá honum, heldur færði hann boltann yfir á hægri og hamraði honum efst í hægra hornið. Óverjandi fyrir Caoimhin Kelleher í markinu en markið má sjá hér fyrir neðan.
Staðan er 1-0 fyrir Newcastle þegar búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks.
Sjáðu markið hjá Isak hér
Athugasemdir