sun 05. janúar 2020 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson edrú í ár: Fyrir ári ætlaði ég að fremja sjálfsvíg
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur opnað sig varðandi andleg veikindi sín í pistli sem hann skrifar fyrir Daily Star.

Leikir í enska bikarnum um helgina byrja einni mínútu seinna en þeir eiga að gera. Það er hluti af herferð sem á að vekja athygli á andlegri heilsu stuðningsmanna knattspyrnufélaga. Stuðningsmenn eru hvattir til að taka eina mínútu í að hugsa um andlega líðan.

Merson, sem er 51 árs gamall og vinnur í dag sem knattspyrnusérfræðingur, hefur háð baráttu við alkahólisma og spilafíkn.

„Núna veit ég að ég er veikur," sagði Merson sem segist hafa verið edrú í eitt ár núna.

Hann ræddi um spilafíkn sína í mars á síðasta ári.

„Þegar ég sé leiki helgarinnar í FA-bikarnum byrja mínútu síðar en þeir eiga að gera þá mun ég muna eftir erfiðum tíma og hugsa: 'Sem betur fer líður mér ekki svona núna'."

„Á þessum tíma fyrir ári síðan, þá ætlaði ég mér að fremja sjálfsvíg. Ég vil ekki gera það lengur, ég er ekki með þannig hugsanir."

„Ég er að segja frá þessu í von um að þetta hjálpi einhverjum. Ef bara ein manneskja les þetta og það hjálpar, þá er það þess virði," skrifar Merson, en pistil hans má lesa hérna.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er bent á hjálparsíma Rauða Krossins, 1717, og netspjallið. Nánari upplýsingar má finna hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner