Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. janúar 2021 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Frank: Vorum sentimetrum frá jöfnunarmarki
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, danski knattspyrnustjóri Brentford, var stoltur af leikmönnum sínum eftir 2-0 tap í undanúrslitaleik deildabikarsins í kvöld.

Brentford, sem er í toppbaráttu Championship-deildarinnar, mætti stórliði Tottenham sem er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar.

Brentford var marki undir þegar Ivan Toney kom knettinum í netið í síðari hálfleik en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

„Í fyrri VAR ákvörðuninni vorum við sentimetrum frá því að jafna. Við héldum leiknum opnum og ég er mjög stoltur af strákunum fyrir þessa frammistöðu. Strákarnir sýndu mikið hugrekki og hefði jafntefli ekki verið sérlega ósanngjarnt gegn andstæðingum sem eru í heimsklassa," sagði Frank.

„Það er erfitt að spila við svona stórlið, þeir voru klókir og kláruðu leikinn með öðru markinu. Við gáfum þeim fyrra markið en spiluðum góðan leik og sköpuðum okkur færi. Ég hrósa strákunum en þeir vita að við verðum að gera betur. Í 65 mínútur börðumst við gegn liði í heimsklassa, við spiluðum boltanum og reyndum að stjórna spilinu."

Josh Dasilva miðjumaður Brentford fékk beint rautt spjald undir lok leiksins þegar hann fór með takkana í fót Pierre-Emile Höjbjerg. Frank telur brotið vera óviljaverk.

„Josh hefur aldrei áður fengið rautt spjald. Ég hef aldrei séð hann fara í ljóta tæklingu og það er augljóst að hann gerði þetta ekki viljandi. Þetta var samt réttur dómur."
Athugasemdir
banner
banner
banner