Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. janúar 2022 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
AC Milan í úrslit Ofurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið AC Milan er komið í úrslit Ofurbikarsins á Ítalíu eftir sigur á Roma í dag.

Milan var með 2-0 forystu í hálfleik en Roma minnkaði muninn undir lok leiksins en nær komust Rómarstúlkur ekki.

Guðný Árnadóttir sat allan tíman á varamannabekk Milan.

Olympiacos er á toppi grísku deildarinnar en liðið gerði markalaust jafntefli í dag. Ögmundur Kristinsson var að venju á bekknum, hann hefur aðeins leikið tvo leiki fyrir liðið á þessari leiktíð.

PAOK átti að spila í dag en þeirra leik var frestað vegna smita, Sverrir Ingi Ingason er leikmaður PAOK.

Á öðrum degi ársins vann Morecambe magnaðan 4-3 sigur á Doncaster í þriðju efstu deild á Englandi. Jökull Andrésson er á láni hjá Morecambe frá Reading en hefur ekkert spilað að undanförnu.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi sem tapaði í gær en liðið er í hörku baráttu um að komast í Meistaradeild Asíu.
Athugasemdir
banner
banner