mið 05. janúar 2022 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel hrósaði Lukaku og Saul: Bjóst ekki við þessum erfiðleikum
Mynd: EPA
Chelsea vann Tottenham 2-0 í fyrri leik liðana í undan úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Kai Havertz skoraði fyrra markið en Ben Davies skoraði síðan sjálfsmark.

Romelu Lukaku var í byrjunarliðinu eftir að hafa setið heima er Chelsea mætti Liverpool um síðustu helgi. Hann gagnrýndi leikaðferðir Tuchel og þess vegna setti stjórinn hann í straff.

Tuchel var ánægður með Lukaku í kvöld.

„Hann var sterkur og vel inn í leiknum, sinnti varnarvinnunni vel og var alltaf hættulegur. Ég átti von á því af því ég veit að hann kann að höndla pressu og mótlæti. Hann virtist slaka á eftir að við ræddum saman."

Saul Niguez er á láni hjá Chelsea frá Atletico Madrid en hann hefur alls ekki farið vel af stað. Tuchel var ánægður með frammistöðuna hans í kvöld.

„Hann er ánægðari og nýtur sín betur á æfingum. Ég sé það á hverjum degi. Hann kom vel inn í leikinn gegn Wolves, hann er að stíga upp. Þetta var mikilvægt fyrir hann. Ég held að hann sé búinn að vinna úr þessari byrjun hjá sér því kannski bjóst hann ekki við því að eiga í þessum erfiðleikum."

Seinni leikur liðanna fer fram þann 12 janúar á Tottenham Hotspur Stadium.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner