Axel Freyr Harðarson samdi við Leikni í síðasta mánuði eftir tvö ár með Fjölni. Hann er 25 ára vængmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og hefur leikið með Fram, Gróttu, Víkingi, Kórdrengjum og Fjölni á sínum ferli.
Hann skoraði sex mörk í Lengjudeildinni 2023 og fjögur mörk á síðasta tímabili. Alls hefur hann skorað 25 í 104 leikjum í næst efstu deild. Hann ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin.
Hann skoraði sex mörk í Lengjudeildinni 2023 og fjögur mörk á síðasta tímabili. Alls hefur hann skorað 25 í 104 leikjum í næst efstu deild. Hann ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin.
„Mér finnst geðveikt að vera orðinn leikmaður Leiknis, ekkert nema toppmenn þarna, leikmenn, þjálfarar og öll stjórnin. Þetta er sennilega í fjórða skiptið sem ég sest niður með Oscari Clausen á milli ára, svo að það hlaut að koma að þessu!" segir Axel Freyr. Oscar Clausen er formaður Leiknis.
Þekktiru leikmann hjá Leikni áður en þú samdir við félagið?
„Ég þekkti Kára Stein best af öllum þarna, hann er einn af mínum bestu vinum. Það var partur af því af hverju ég ákvað að færa mig yfir í Leikni. En allt batteríið er heillandi í sjálfu sér, skemmtilegur fótbolti sem við erum að spila og þjálfarar mikið að pæla hverju má breyta og bæta sem skiptir máli."
Toppklúbbur en kominn tími á breytingu
Axel var spurður út í Fjölni. Var hann sáttur við síðasta tímabil og kom til greina að vera áfram þar annað tímabil?
„Fjölnir er toppklúbbur og mér fannst frábært að vera þar, mér fannst síðustu tvö ár þar vera mjög skemmtileg, allt mjög skemmtilegir strákar og allir náðu vel saman."
„Síðasta tímabil var mjög skemmtilegt þangað til ég meiðist seinni hluta tímabilsins. Svo þegar við byrjum að æfa aftur eftir tímabil þá er áhuginn ekki alveg til staðar hjá mér, var farinn að standa vaktina í Era búðinni á æfingatímum og fann þá að það væri kominn tími á breytingu hjá mér."
Ætlar sér upp úr Lengjudeildinni í ár
Hvað langar þig að afreka með Leikni?
„Ég er spenntastur fyrir því að spila með þeim í efstu deild á næsta ári!"
Mestur áhugi frá Leikni
Voru fleiri félög sem höfðu samband? Það heyrðist af áhuga frá Keflavík, varð það að einhverju?
„Það voru nokkur félög sem heyrðu í mér, fór á fund hér og þar en fann fyrir mesta áhuganum frá Leikni og þá var það ekki spurning. Ég frétti af einhverjum áhuga frá Keflavík og fleiri félögum sem heyrðu ekki í mér áður en ég tók þessa ákvörðun," segir Axel Freyr.
Athugasemdir