Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. mars 2021 17:15
Enski boltinn
Viðhorf stuðningsmanna Everton til Gylfa að breytast
Gylfi fagnar marki.
Gylfi fagnar marki.
Mynd: Getty Images
„Ég held að Gylfi hafi komið að sex að síðustu átta mörkum Everton. Hann hefur verið algjörlega frábær," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt upp sigurmark fyrir Richarlison bæði gegn WBA og Southampton í þessari viku.

Everton er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni en fleiri stuðningsmenn liðsins eru farnir að hrósa honum eftir að hann hafði fengið talsverða gagnrýni undanfarin ár.

„Mér finnst gaman að fara inn á spjallborð hjá Everton stuðningsmönnum þegar leikirnir eru í gangi. Þetta var 20%/80% með og á móti Gylfa en þetta er að snúast núna og það er einn og einn sem vill losna við hann," sagði Orri.

Jóhann Már Helgason sagði: „Ég sá einn jólasveinn á Twitter í gær sem sagði að þetat hefði verið flott stoðsending en
Það er vandræðalegt hvað hann á stundum á brattann að sækja. Maður sér samt að umræðan er að breytast."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Gylfa. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Athugasemdir
banner
banner