Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. mars 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Man Utd mun setja pressu á Trent
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára, telur að Rauðu djöflarnir munu reyna að nýta sér veikleika í varnarleik Liverpool þegar liðin mætast í stórleik á Anfield í dag.


Neville telur að Man Utd muni sækja mikið upp vinstra megin þar sem Marcus Rashford mætir Trent Alexander-Arnold, sem er ekki þekktur fyrir að vera sérlega öflugur varnarlega.

„Það er alltaf erfitt að mæta á Anfield og Manchester United mun þurfa að spila uppá sitt besta til að sigra gegn Liverpool - sama hvernig Liverpool hefur verið að ganga. Þetta er risastór leikur fyrir bæði lið," segir Neville.

„Rauðu djöflarnir munu nýta sér vinstri vænginn og þeir munu setja pressu á Trent Alexander-Arnold. Liverpool hefur sýnt veikleikamerki í vörninni allt tímabilið þrátt fyrir að hafa haldið hreinu í undanförnum leikjum. Sóknarmenn Man Utd geta mætt í þennan leik fullir sjálfstrausts og með trú á að þeir geti skaðað brothætta varnarlínu Liverpool.

„Ég hef oft talað um Trent sem einn hæfileikaríkasta bakvörð heims en það hefur alltaf vantað uppá varnarleikinn. Ég talaði um það fyrir fjórum árum að þetta kæmi í bakið á honum einn daginn og ég fékk mikla gagnrýni fyrir það. Þetta er samt nákvæmlega það hefur gerst síðustu 6-12 mánuði. Hann verður að vinna í varnarleiknum og þetta verður mjög erfitt fyrir hann gegn Rashford."

Gary Neville hrósaði svo brasilíska miðjumanninum Casemiro í hástert og talaði um hversu frábær áhrif hann hefur á samherja sína og allan leik Manchester United liðsins.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner