Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. apríl 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Ben: Rúmenía hefði ekki átt séns í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum fyrirliði Stjörnunnar, saknar fótboltans líkt og margir landsmenn en Ísland átti að mæta Rúmeníu í lok mars í umspilsleik fyrir næsta Evrópumót.

Leikurinn fór ekki fram vegna kórónuveirunnar og hefur verið frestað. Honum var upprunalega frestað til 4. júní en hefur verið frestað aftur um óákveðinn tíma.

Bjarni Ben telur það mikil vonbrigði að leiknum hafi verið frestað, sérstaklega þegar litið er til fárviðrisins sem gengur yfir landið þessa dagana.

Íslensku strákarnir eru talsvert vanari svona óveðri heldur en andstæðingarnir frá Rúmeníu og hefði það getað gert herslumuninn í leiknum.

„Leit út. Það snjóar, takmarkað skyggni, skaflar í garðinum. Hugsaði með mér: það hefði verið gott að spila í dag gegn Rúmeníu. Þeir hefðu ekki átt séns," skrifaði Bjarni í færslu á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner