Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 05. apríl 2020 21:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mills: Sane betri kostur fyrir Liverpool heldur en Traore
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn snöggi, Adama Traore, hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Liverpool.

Traore hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Wolves í vetur. Danny Mills, fyrrum leikmaður Manchester City, telur að Liverpool ætti frekar að horfa til hans fyrrum félags ætli þeir sér að styrkja sóknarlínuna. Mills bendir þar á að Leroy Sane væri betri kostur en Traore.

„Adama Traore hefur vakið athygli fyrir sinn mikla hraða og styrk, að hann færi að stíga inn í toppbaráttu lið held ég að gæti verið of stór biti fyrir hann. Að hann færi að leysa Sadio Mane eða Mo Salah af hólmi sé ég ekki fyrir mér, ég held að hann sé ekki kominn svo langt," sagði Mills.

„Einhver eins og t.d Leroy Sane væri betri kostur. Hann er að stíga upp úr meiðslum og hefur verið orðaður frá félaginu upp á síðkastið," sagði Danny Mills.
Athugasemdir
banner
banner
banner