Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 21:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sagna: Arsenal má ekki við því að missa Aubameyang
Aubameyang er besti framherji deildarinnar að mati Sagna.
Aubameyang er besti framherji deildarinnar að mati Sagna.
Mynd: Getty Images
Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang hefur undanfarna mánuði verið orðaður við brottför frá Arsenal, samningur hans við félagið rennur út sumarið 2021.

Bacary Sagna fyrrum leikmaður Arsenal segir að félagið megi ekki við því að missa Aubameyang, sjálfur var Sagna í liðinu þegar þeirra besti framherji, Robin van Persie var seldur til Manchester United á sínum tíma.

„Hann bara má ekki fara núna því það er ákveðin uppbygging í gangi hjá Arsenal, þeir mega bara ekki við því að missa hann. Þeir verða að semja við hann, ef þeir ætla sér að fá einhvern annan til að fylla í hans skarð mun hann kosta 150 milljónir punda, leikmenn með þessi gæði kosta svona mikið," sagði Sagna.

„Svo ekki hugsa um 150 milljónir punda, borgið honum frekar 50 milljónir punda. Þetta er ekki ósvipuð saga og með van Persie, forráðamenn félagsins verða að læra af því. Auba á þetta skilið, hann er besti framherji deildarinnar," sagði Bacary Sagna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner