Það fara fram tveir leikir í enska boltanum þennan mánudaginn.
Klukkan 17 mætast Everton og Crystal Palace á Goodison Park í Liverpool borg. Everton er í baráttunni um Evrópusæti á næstu leiktíð og því leikurinn mjög mikilvægur fyrir Gylfa Sigurðsson og félaga.
Klukkan 19:15 fara David Moyes og lærisveinar hans í heimsókn til Wolves. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir West Ham en liðið má ekki við því að tapa stigum þarna ætla það sér að eiga séns á Meistaradeildarsæti.
Chelsea og Tottenham töpuðu stigum um helgina sem voru mjög góðar fréttir fyrir West Ham.
ENGLAND: Premier League
17:00 Everton - Crystal Palace
19:15 Wolves - West Ham
Athugasemdir