Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. maí 2021 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin í dag - Real þarf að skora gegn Tomma Taktík
Mynd: Getty Images
Í kvöld fer fram seinni viðureignin í einvígi Real Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Madríd og í kvöld er leikið á Stamford Bridge í Lundúnum.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur gert frábæra hluti með lið Chelsea frá því hann tók við liðinu í janúar og hefur það reynst gífurlega erfitt að skora framhjá vörninni hans. Big Sam Allardyce tókst að brjóta vörn Chelsea á bak aftur, og það mjög oft, en annars eru mörkin mjög fá sem liðið hefur fengið á sig.

Eden Hazard er kominn til baka í lið Real Madrid og spurning hvort hann byrji í kvöld. Federico Valverde ferðaðist einnig með liðinu.

CHAMPIONS LEAGUE: Semifinal
19:00 Chelsea - Real Madrid

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner