Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. maí 2021 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sannfærðir um að bilið á milli liðanna í bænum muni minnka"
Mynd: Hulda Margrét
Er pirrandi fyrir Hauka að horfa upp á það að nágrannarnir, FH, séu með eitt besta lið landsins og þið eruð í 2. deild?

Þessari spurningu varpaði fréttaritari á þjálfarateymi Hauka á sama tíma og þeir voru beðnir um í viðbrögð við því að Haukum væri spáð 3. sæti í 2. deild í sumar.

Svarið má sjá hér að neðan.

„Nei við reynum sem minnst að pæla í háværu nágrönnunum hinu megin í Firðinum. Staðan er einfaldlega þessi og eina sem við getum gert er að hugsa um okkur sjálfa og einbeita okkur að því að gera okkur betri, bæði úti á velli og í umgjörðinni í kringum liðið og starfið," sagði Þórarinn Jónas Ásgeirsson, aðstoðarþjálfari, fyrir hönd teymisins.

„Það styttist í að við verðum nær því að verða á jafnréttisgrundvelli hvað varðar aðstöðu gagnvart nágrönnum okkar og ef við höldum rétt á spöðunum og leggjum þá vinnu á okkur sem þarf til þess að ná betri árangri og stækka starfið hjá okkur þá erum við sannfærðir um að bilið á milli liðanna í bænum muni minnka," sagði Þórarinn.

Sjá einnig:
„Haukar eiga að okkar mati ekki heima í 2.deild"
Spá þjálfara í 2. deildinni: 3. sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner