Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 05. maí 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 2. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kenneth Hogg
Kenneth Hogg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn McAusland
Fyrirliðinn McAusland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Bjarni
Ólafur Bjarni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á leið upp?
Á leið upp?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. Njarðvík 112 stig
3. Haukar 96 stig
4. Leiknir F. 89 stig
5. Magni 66 stig*
6. ÍR 66 stig
7. KV 52 stig*
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

*KV var hæst spáð 4. sæti en KF var hæst spáð 5. sæti.
*Magna var hæst spáð efsta sæti en ÍR hæst spáð 4. sæti

Lokastaða í fyrra: Njarðvík endaði í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum fryir neðan Selfoss sem endaði í 2. sæti og fór upp um deild. Njarðvík var spáð þriðja sætinu og var enn í möguleika þegar mótinu var slaufað þegar tvær umferðir voru eftir. Njarðvík var besta útivallarlið deildarinnar svo það má segja að heimavöllurinn hafi svolítið svikið þá. Liðið skoraði 39 mörk og skoraði 26.

Þjálfarinn: Bjarni Jóhannsson, hvað er hægt að segja um þann reynslubolta sem ekki hefur verið áður sagt? Bjarni tók við Njarðvík í vetur og er með Hólmar Örn Rúnarsson með sér. Bjarni er mikill sigurvegari og spannar þjálfaraferill hans rúmlega 30 ár og hefur hann þjálfað á öllum landshornum. Bjarni vann meðal annars Íslandsmeistaratitla með ÍBV 1997 og 1998. Hann var með Vestra í þrjú ár áður en hann tók við Njarðvík.


Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

Ástríðan segir – Njarðvík
„Suðurnesjamenn urðu fyrir vonbrigðum í fyrra og enduðu í 4. sæti deildarinnar. Mikið púður var lagt í liðið í fyrra og umfjöllunin jókst með Mikael Nikulásson sem þjálfara. Mikið drama fór í gang eftir tímabil og Bjarni Jó var ráðinn inn. Breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað en 2. sæti er eðlileg spá að okkar mati."


Styrkleikar: „Kenneth Hogg og Marc McAusland. Þessir tveir eru mikill styrkleiki fyrir hvaða lið sem er í þessari deild. Njarðvík heldur þeim í ár ásamt reynslumeiri heimastrákum í Stefáni Birgi, Bergþóri Inga, Andra Fannari og Arnari Helga. Þjálfarinn kemur næst því að vera með Doktorsgráðu í að fara upp um deildir á Íslandi. Hans fyrsta verk var að sækja Einar Orra og Hólmar Örn sem allir þekkja. Markmannsskipti urðu á dögunum. Rúnar Gissurarson fór heim í Sandgerði og Bjarni Jó fékk Robert Blakala sem hann þekkir vel frá Vestra."

Veikleikar: „Erfitt er að finna áþreifanlega veikleika í svo sterku liði. Spurning hvort hópurinn sé nógu breiður í það ef spilað er þétt og einhverjir detta út í meiðsli."

„Mörg spjót í íslenskri fótboltaumfjöllun munu snúast að Bjarna Jó og Njarðvíkurliðinu eftir það sem gekk á í vetur, ef þeir byrja illa gæti reynst erfitt að snúa við blaðinu með neikvæða umfjöllun á mörgum miðlum."


Lykilmenn: Kenneth Hogg, Einar Orri, Marc McAusland

Gaman að fylgjast með: Ólafur Bjarni Hákonarson. Kemur frá Stjörnunni en spilaði 16 leiki með Víkingi Ólafsvík 2020. Fæddur 2000 og er mikið efni.

Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Keflavík
Einar Orri Einarsson frá Kórdrengjum
Falur Orri Guðmundsson frá Keflavík
Hreggviður Hermannsson frá Keflavík
Milos Ivankovic frá Vestra via Fjarðabyggð
Ólafur Bjarni Hákonarson frá Stjörnunni
Robert Blakala frá Vesra
Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík
Unnar Elí Jóhannsson frá Reyni S.
Zoran Plazonic frá Króatíu

Farnir:
Alan Kehoe Erlendis
Alex Bergmann Arnarsson (Láni)
Andrew Geggan Erlendis
Andri Gíslason
Atli Fannar Hauksson (Láni)
Bessi Jóhannsson (Láni)
Einar Örn Andrésson (Láni)
Ivan Prskalo Erlendis
Kristján Ólafsson (Láni)
Kári Daníel Alexandersson (Láni)
Rúnar Gissurarson Reynir Sandgerði
Sean De Silva Erlendis
Stefán Svanberg
Theodór Guðni Halldórsson (Hættur)

Fyrstu þrír leikir:
7. maí Þróttur V. heima
15. maí Magni úti
22. maí KV heima
Athugasemdir
banner