Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 05. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ummæli Pedro um brottrekstur Móra gætu bitið hann í rassinn
Mynd: EPA
Jose Mourinho mun taka við Roma eftir tímabilið og mun hann hitta þar fyrir Pedro en Pedro var leikmaður Chelsea þegar Mourinho var þar við stjórnvölinn. Mourinho keypti Pedro til Chelsea frá Barcelona sumarið 2015.

Pedro gekk í raðir Roma síðasta sumar á frjálsri sölu.

Mourinho var rekinn fjórum mánuðum seinna eftir að hafa tapað níu af sextán leikjum það tímabilið. Pedro tjáði sig um brottreksturinn á sínum tíma, hann var ekki hrifinn af Mourinho og sagði að traustið milli stjórans og leikmanna væri „mjög lítið".

„Þetta (brottreksturinn) var út af öllu, það var eitthvað að," sagði Pedro á sínum tíma.

„Við vorum neðarlega í deildinni, andinn var lélegur og það var mjög lítið traust og allt var að fara í skrúfuna."

Það er spurning hvort Mourinho erfi þessi ummæli við Spánverjann.

Pedro hefur verið í þokkalega stóru hlutverki á leiktíðinni með Roma. Liðið er 27 stigum á eftir Inter.
Athugasemdir
banner
banner