Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 05. maí 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Halls: Þetta var svona „action jackson"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Arnar Hallsson er þjálfari Njarðvíkur og hann var nokkuð sáttur með fyrsta leikinn í deildinni.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Njarðvík

„Við náttúrulega komum hingað til að vinna en jafntefli er mjög ásættanleg úrslit á móti að mér finnst mjög góðu Gróttu liði."

Það hefur verið mikið umtal um Njarðvík fyrir tímabil þar sem sumir spá þeim falli en aðrir meðal annars fotbolti.net sem spáir þeim 9. sæti.

„Við erum bara mjög spenntir og við erum búnir að leggja hart að okkur í vetur, og vinna fyrir því að spila vel í vetur og mér fannst við sýna það. Þetta var reyndar mjög kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna á mörgum köflum í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild."

Það var nóg af spjöldum í leiknum og mikill hasar þar sem meðal annars vildu Njarðvíkingar fá rautt spjald á einn Gróttu leikmanninn.

„Fótbolti er íþrótt með snertingu, það á að spila fótbolta að ástríðu, það á að berjast og mér fannst þetta bara dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem bæði lið koma vel járnuð inn í leikinn og mér fannst dómarinn dæma þetta bara frábærlega og hann leyfði áhorfendum að njóta leiksins því þetta var svona action jackson og fólk hefur meira gaman af því en einni stórri aukaspyrnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Arnar nánar um dómgæsluna í leiknum.


Athugasemdir
banner