Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   fös 05. maí 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Halls: Þetta var svona „action jackson"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Arnar Hallsson er þjálfari Njarðvíkur og hann var nokkuð sáttur með fyrsta leikinn í deildinni.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Njarðvík

„Við náttúrulega komum hingað til að vinna en jafntefli er mjög ásættanleg úrslit á móti að mér finnst mjög góðu Gróttu liði."

Það hefur verið mikið umtal um Njarðvík fyrir tímabil þar sem sumir spá þeim falli en aðrir meðal annars fotbolti.net sem spáir þeim 9. sæti.

„Við erum bara mjög spenntir og við erum búnir að leggja hart að okkur í vetur, og vinna fyrir því að spila vel í vetur og mér fannst við sýna það. Þetta var reyndar mjög kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna á mörgum köflum í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild."

Það var nóg af spjöldum í leiknum og mikill hasar þar sem meðal annars vildu Njarðvíkingar fá rautt spjald á einn Gróttu leikmanninn.

„Fótbolti er íþrótt með snertingu, það á að spila fótbolta að ástríðu, það á að berjast og mér fannst þetta bara dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem bæði lið koma vel járnuð inn í leikinn og mér fannst dómarinn dæma þetta bara frábærlega og hann leyfði áhorfendum að njóta leiksins því þetta var svona action jackson og fólk hefur meira gaman af því en einni stórri aukaspyrnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Arnar nánar um dómgæsluna í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner