Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 05. maí 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Halls: Þetta var svona „action jackson"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Arnar Hallsson er þjálfari Njarðvíkur og hann var nokkuð sáttur með fyrsta leikinn í deildinni.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Njarðvík

„Við náttúrulega komum hingað til að vinna en jafntefli er mjög ásættanleg úrslit á móti að mér finnst mjög góðu Gróttu liði."

Það hefur verið mikið umtal um Njarðvík fyrir tímabil þar sem sumir spá þeim falli en aðrir meðal annars fotbolti.net sem spáir þeim 9. sæti.

„Við erum bara mjög spenntir og við erum búnir að leggja hart að okkur í vetur, og vinna fyrir því að spila vel í vetur og mér fannst við sýna það. Þetta var reyndar mjög kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna á mörgum köflum í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild."

Það var nóg af spjöldum í leiknum og mikill hasar þar sem meðal annars vildu Njarðvíkingar fá rautt spjald á einn Gróttu leikmanninn.

„Fótbolti er íþrótt með snertingu, það á að spila fótbolta að ástríðu, það á að berjast og mér fannst þetta bara dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem bæði lið koma vel járnuð inn í leikinn og mér fannst dómarinn dæma þetta bara frábærlega og hann leyfði áhorfendum að njóta leiksins því þetta var svona action jackson og fólk hefur meira gaman af því en einni stórri aukaspyrnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Arnar nánar um dómgæsluna í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner