Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   fös 05. maí 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Halls: Þetta var svona „action jackson"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Arnar Hallsson er þjálfari Njarðvíkur og hann var nokkuð sáttur með fyrsta leikinn í deildinni.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Njarðvík

„Við náttúrulega komum hingað til að vinna en jafntefli er mjög ásættanleg úrslit á móti að mér finnst mjög góðu Gróttu liði."

Það hefur verið mikið umtal um Njarðvík fyrir tímabil þar sem sumir spá þeim falli en aðrir meðal annars fotbolti.net sem spáir þeim 9. sæti.

„Við erum bara mjög spenntir og við erum búnir að leggja hart að okkur í vetur, og vinna fyrir því að spila vel í vetur og mér fannst við sýna það. Þetta var reyndar mjög kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna á mörgum köflum í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild."

Það var nóg af spjöldum í leiknum og mikill hasar þar sem meðal annars vildu Njarðvíkingar fá rautt spjald á einn Gróttu leikmanninn.

„Fótbolti er íþrótt með snertingu, það á að spila fótbolta að ástríðu, það á að berjast og mér fannst þetta bara dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem bæði lið koma vel járnuð inn í leikinn og mér fannst dómarinn dæma þetta bara frábærlega og hann leyfði áhorfendum að njóta leiksins því þetta var svona action jackson og fólk hefur meira gaman af því en einni stórri aukaspyrnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Arnar nánar um dómgæsluna í leiknum.


Athugasemdir
banner