
Sverrir Ingi Ingason er á landinu fyrir komandi landsleiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM.
Í viðtali við Fótbolta.net var Sverrir spurður út í hvernig leikmenn væru gíraðir í leikina.
„Við erum bara virkilega spenntir, við höfum verið að ná í fín úrslit hérna í þessum leikjum í síðustu undankeppnum og erum staðráðnir í að gera það sama núna."
Sverrir var spurður út í hvort að það væri ekki full ástæða fyrir bjartsýni.
„Ég held að það sé full ástæða til þess, við þurfum bara aðeins að kveikja á okkur aftur og láta vélina fara að malla aftur eins þetta gerði," sagði Sverrir. „Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir þessa leiki og reyna að vinna báða þessa leiki."
Allt viðtalið má sjá fyrir ofan
Athugasemdir