Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   mið 05. júní 2024 14:54
Elvar Geir Magnússon
London
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Icelandair
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á móti Englandi á fullum Wembley. Það er alltaf gaman að spila á móti svona góðum leikmönnum í toppklassa. Ég er spenntur fyrir því," segir Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður Íslands.

Á föstudagskvöld leikur Ísland vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley. Hákon segir spennu í hópnum og menn séu klárir í verkefnið.

Hákon var þrettán ára þegar Ísland vann frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Það varð strax uppselt á þann leik og mun færri komust að en vildu.

„Að sjálfsögðu man ég eftir því. Ég var meira að segja í Frakklandi en fékk reyndar ekki að fara á leikinn. Pabbi og systir mín fengu að fara en ég, mamma og litli bróðir minn vorum á einhverjum bar. Þar var hellingur af Englendingum og ég mun aldrei gleyma því. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með, en það er geggjað að hugsa um þann leik," segir Hákon léttur.

Mun sjá á eftir Fonseca
Hákon átti flott tímabil með Lille í Frakklandi og vann sig inn í stórt hlutverk hjá liðinu. Um tíma þurfti hann að sætta sig við bekkjarsetu en vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og lék lykilhlutverk seinni hluta mótsins.

„Ég byrjaði vel í byrjun tímabils en svo datt þetta aðeins niður, ég fékk smá kálfameiðsli og átti erfitt með að koma mér aftur í liðið. En svo á lokakaflanum spilaði ég helling af leikjum sem ég er mjög sáttur með," segir Hákon.

Hann hefur bætt líkamlega þáttinn og segist hafa náð að venjast tempóinu í frönsku deildinni sem sé hrikalega hátt, hærra en hann bjóst við.

Það er útlit fyrir þjálfarabreytingar hjá Lille fyrir næsta tímabil. Miðað við fréttir mun Paulo Fonseca láta af störfum en hann er sterklega orðaður við AC Milan.

„Maður hefur eitthvað lesið að hann gæti verið á förum. Samningurinn hans er að klárast og við vitum ekki neitt. Það verður að sjást á næstu dögum hvað gerist. Hann er mjög góður þjálfari og vill spila út úr öllu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Lille og ég mun sjá á eftir honum," segir Hákon sem vonast eftir þjálfara með svipaðan hugsunarhátt ef Fonseca fer.

„Ég vill fá einn sem vill spila bolta, halda í hann og pressa. Nákvæmlega eins og hann var að gera."
Athugasemdir
banner