Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 05. júní 2024 14:54
Elvar Geir Magnússon
London
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Icelandair
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á móti Englandi á fullum Wembley. Það er alltaf gaman að spila á móti svona góðum leikmönnum í toppklassa. Ég er spenntur fyrir því," segir Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður Íslands.

Á föstudagskvöld leikur Ísland vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley. Hákon segir spennu í hópnum og menn séu klárir í verkefnið.

Hákon var þrettán ára þegar Ísland vann frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Það varð strax uppselt á þann leik og mun færri komust að en vildu.

„Að sjálfsögðu man ég eftir því. Ég var meira að segja í Frakklandi en fékk reyndar ekki að fara á leikinn. Pabbi og systir mín fengu að fara en ég, mamma og litli bróðir minn vorum á einhverjum bar. Þar var hellingur af Englendingum og ég mun aldrei gleyma því. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með, en það er geggjað að hugsa um þann leik," segir Hákon léttur.

Mun sjá á eftir Fonseca
Hákon átti flott tímabil með Lille í Frakklandi og vann sig inn í stórt hlutverk hjá liðinu. Um tíma þurfti hann að sætta sig við bekkjarsetu en vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og lék lykilhlutverk seinni hluta mótsins.

„Ég byrjaði vel í byrjun tímabils en svo datt þetta aðeins niður, ég fékk smá kálfameiðsli og átti erfitt með að koma mér aftur í liðið. En svo á lokakaflanum spilaði ég helling af leikjum sem ég er mjög sáttur með," segir Hákon.

Hann hefur bætt líkamlega þáttinn og segist hafa náð að venjast tempóinu í frönsku deildinni sem sé hrikalega hátt, hærra en hann bjóst við.

Það er útlit fyrir þjálfarabreytingar hjá Lille fyrir næsta tímabil. Miðað við fréttir mun Paulo Fonseca láta af störfum en hann er sterklega orðaður við AC Milan.

„Maður hefur eitthvað lesið að hann gæti verið á förum. Samningurinn hans er að klárast og við vitum ekki neitt. Það verður að sjást á næstu dögum hvað gerist. Hann er mjög góður þjálfari og vill spila út úr öllu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Lille og ég mun sjá á eftir honum," segir Hákon sem vonast eftir þjálfara með svipaðan hugsunarhátt ef Fonseca fer.

„Ég vill fá einn sem vill spila bolta, halda í hann og pressa. Nákvæmlega eins og hann var að gera."
Athugasemdir