Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 05. júní 2024 14:54
Elvar Geir Magnússon
London
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Icelandair
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á móti Englandi á fullum Wembley. Það er alltaf gaman að spila á móti svona góðum leikmönnum í toppklassa. Ég er spenntur fyrir því," segir Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður Íslands.

Á föstudagskvöld leikur Ísland vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley. Hákon segir spennu í hópnum og menn séu klárir í verkefnið.

Hákon var þrettán ára þegar Ísland vann frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Það varð strax uppselt á þann leik og mun færri komust að en vildu.

„Að sjálfsögðu man ég eftir því. Ég var meira að segja í Frakklandi en fékk reyndar ekki að fara á leikinn. Pabbi og systir mín fengu að fara en ég, mamma og litli bróðir minn vorum á einhverjum bar. Þar var hellingur af Englendingum og ég mun aldrei gleyma því. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með, en það er geggjað að hugsa um þann leik," segir Hákon léttur.

Mun sjá á eftir Fonseca
Hákon átti flott tímabil með Lille í Frakklandi og vann sig inn í stórt hlutverk hjá liðinu. Um tíma þurfti hann að sætta sig við bekkjarsetu en vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og lék lykilhlutverk seinni hluta mótsins.

„Ég byrjaði vel í byrjun tímabils en svo datt þetta aðeins niður, ég fékk smá kálfameiðsli og átti erfitt með að koma mér aftur í liðið. En svo á lokakaflanum spilaði ég helling af leikjum sem ég er mjög sáttur með," segir Hákon.

Hann hefur bætt líkamlega þáttinn og segist hafa náð að venjast tempóinu í frönsku deildinni sem sé hrikalega hátt, hærra en hann bjóst við.

Það er útlit fyrir þjálfarabreytingar hjá Lille fyrir næsta tímabil. Miðað við fréttir mun Paulo Fonseca láta af störfum en hann er sterklega orðaður við AC Milan.

„Maður hefur eitthvað lesið að hann gæti verið á förum. Samningurinn hans er að klárast og við vitum ekki neitt. Það verður að sjást á næstu dögum hvað gerist. Hann er mjög góður þjálfari og vill spila út úr öllu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Lille og ég mun sjá á eftir honum," segir Hákon sem vonast eftir þjálfara með svipaðan hugsunarhátt ef Fonseca fer.

„Ég vill fá einn sem vill spila bolta, halda í hann og pressa. Nákvæmlega eins og hann var að gera."
Athugasemdir
banner