Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er Breiðholts-Messi að fara að segja eitthvað?"
Hilmar Árni tekur aukaspyrnu.
Hilmar Árni tekur aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með komu Guðjóns Péturs Lýðssonar til Stjörnunnar mun Hilmar Árni Halldórsson væntanlega færast út kant á nýjan leik.

Guðjón er 32 ára og verður 33 ára í desember. Hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðustu leiktíð en var ekki byrjunarliðsmaður hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Hann ákvað því að söðla um og fara í Stjörnuna á gluggadeginum í síðustu viku.

Það er komin ný söguhetja í Stjörnuna sem mun hrista upp í hlutunum.

„Guðjón Pétur Lýðsson fer ekki á kantinn. Það skiptir á endanum engu máli hvar Hilmar Árni spilar, hann skilar alltaf sínu. Ef þú getur haft þá tvo inn á vellinum á sama tíma, þá er það ansi gott ef það fúnkerar," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Báðir eru þeir frábærir spyrnumenn og voru vangaveltur um það í útvarpsþættinum um það hvor þeirra mun taka spyrnurnar.

„Gaui Lýðs er alltaf frekari karakter," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ef að Guðjón Pétur hleypur á staðinn og tekur upp boltann, er Breiðholts-Messi að fara að segja eitthvað?" spurði Tómas Þór. „Þetta er eitthvað sem þjálfaradúettinn hjá Stjörnunni þarf að ákveða áður en farið er inn á völlinn."

„Hilmar á að taka svona tvær og ef hann er ekki nálægt markinu, þá held ég að Guðjón Pétur eigi að fara í næstu," sagði Tómas Þór og bætti við: „Ef ég væri Stjörnumaður þá væri ég gríðarlega spenntur fyrir þessu."
Íslenski boltinn - Valsskellur gegn ÍA, gluggavikan og nýtt útlit landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner