Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 05. júlí 2021 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjulmand segir Boris Johnson að „vakna"
Kasper Hjulmand.
Kasper Hjulmand.
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, er pirraður á því að danskir stuðningsmenn geti ekki komið til Englands og stutt við bakið á liðinu.

Danmörk spilar við England í undanúrslitunum á EM á miðvikudag. Það er risastór dagur fyrir Danmörku.

Samkvæmt sóttvarnarreglum þá þarf fólk sem kemur frá Danmörku að fara í sóttkví við komuna til Englands. Það var slakað á reglum fyrir danska stuðningsmenn í Aserbaídsjan og Hollandi, en hingað til hefur það ekki verið gert í Englandi.

„Við vonum að Boris Johnson (forsætisráðherra Bretlands) vakni og gefi dönskum stuðningsmönnum aðgang. Ég vona að margir danskir stuðningsmenn fái að koma en við sjáum til," sagði Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur.

Bresk stjórnvöld og UEFA hafa sem áður komist að samkomulagi varðandi úrslitaleikinn. Ef Danmörk kemst í úrslitaleikinn, þá fá þúsund Danir að koma til Englands og fara á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner