PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 05. júlí 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Freysi reynir að fá Mikael Neville
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska félagið Kortrijk hefur lagt fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson en hann er á mála hjá danska félaginu AGF. Þetta kemur fram í Tipsbladet.

Mikael Neville hefur verið eftirsóttur síðasta árið en AGF virðist ekki hafa áhuga á að selja hann.

Í síðustu tveimur gluggum hefur félagið hafnað tilboðum frá félögum í Belgíu og Ítalíu.

Tipsbladet greinir frá því að Kortrijk, félag Freys Alexanderssonar, hafi lagt fram tilboð í Mikael í síðasta mánuði en AGF hefur ekki svarað því.

Samkvæmt greininni eru ekki miklar líkur á að Mikael Neville fái leyfi til að fara. Magnus Knudsen, Julius Beck og Benjamin White eru allir farnir.

Mikael Neville er samningsbundinn næstu tvö árin en á dögunum hafnaði hann nýju samningstilboði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner