Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael hafnar samningstilboði AGF
Mikael Anderson á Wembley.
Mikael Anderson á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson er algjör lykilmaður í liði AGF í Danmörku og er samningsbundinn félaginu fram á sumarið 2026.

Í janúar sýndu Lecce og Kortrijk honum áhuga og komu tilboð þaðan í íslenska landsliðsmanninn. Þeim tilboðum var hafnað.

Tipsbladet greindi frá því í gær að Mikael hefði hafnað samningstilboði AGF en félagið vill tryggja sér hans þjónustu til lengri tíma og á sama tíma styrkja stöðu sína gagnvart öðrum tilboðum sem gætu komið í framtíðinni. Félagið vildi framlengja samninginn um tvö ár til viðbótar.

Mikael er 25 ára miðjumaður sem lék á hægri kantinum í síðustu landsleikjum. Hann var í byrjunarliðinu gegn bæði Englandi og Hollandi.

Hann var keyptur aftur til AGF, sem er hans uppeldisfélag, frá Midtjylland sumarið 2021. Hann varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Félög í Hollandi og á Ítalíu eru sögð fylgjast vel með Mikael.


Athugasemdir
banner
banner