Inter og Manchester United eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en Inter vann Getafe 2-0 á VELTINS-leikvanginum í Þýskalandi.
Ole Gunnar Solskjær gerði fjölmargar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn LASK Linz. Liðið vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki og gat hann því leyft sér að geyma lykilmenn á bekknum.
Andres Andrade var nálægt því að koma Linz yfir á 10. mínútu en skalli hans fór í slá. Gestirnir fengu hættulegri færi í fyrri hálfleiknum en það skilaði árangri á 55. mínútu er Philipp Wiesinger skoraði stórkostlegt mark fyrir utan teig.
Linz fékk hornspyrnu sem var hreinsað út fyrir teiginn en Wiesinger þrumaði knettinum í hægra hornið og kom Sergio Romero engum vörnum við.
Jesse Lingard jafnaði metin eftir sendingu frá Juan Mata en Lingard var að skora annan leikinn í röð. Hann virðist vera að finna sig aftur eftir mikla markaþurrð.
Anthony Martial gerði svo sigurmark United á 88. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður en aftur var það Juan Mata með stoðsendinguna. Lokatölur 2-1 fyrir United sem fer áfram í 8-liða úrslitin.
Inter fer með United í 8-liða úrslitin eftir 2-0 sigur á Getafe en það var heldur óvenjulegt fyrirkomulag á þeirra viðureign. Liðin spiluðu aðeins einn leik og fór hann fram á VELTINS-leikvanginum í Þýskalandi.
Romelu Lukaku kom Inter yfir á 33. mínútu leiksins. Getafe fékk frábært tækifæri til að jafna leikinn á 76. mínútu er liðið fékk vítaspyrnu en hann skaut framhjá. Sjö mínútum síðar gerði Christian Eriksen annað mark Inter og 2-0 sigur Inter staðreynd.
Úrslit og markaskorarar:
Manchester Utd 2 - 1 LASK Linz
0-1 Philipp Wiesinger ('55 )
1-1 Jesse Lingard ('57 )
2-1 Anthony Martial ('88 )
Inter 2 - 0 Getafe
1-0 Romelu Lukaku ('33 )
1-0 Jorge Molina ('76 , Misnotað víti)
2-0 Christian Eriksen ('83 )
Athugasemdir