Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 05. ágúst 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Jamal Lewis á óskalista Liverpool
Liverpool hefur áhuga á Jamal Lewis, vinstri bakverði Norwich, en BBC segir frá þessu.

Hinn 22 ára gamli Lewis gæti komið til Liverpool á tíu milljónir punda í sumar.

Liverpool vill fá leikmann sem getur barist við Andy Robertson um stöðu vinstri bakvarðar.

Lewis skoraði eitt mark í 28 leikjum þegar Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Norwich gæti fengið vinstri bakvörðinn Yasser Larouci frá Liverpool sem hluta af kaupverðinu.
Athugasemdir
banner
banner