fös 05. ágúst 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ída Marín ekki meira með Val í sumar
Ída Marín í leik með Val í sumar.
Ída Marín í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir mun ekki leika meira með Íslandsmeisturum Vals í sumar.

Ída er farin til Bandaríkjanna þar sem hún mun stunda nám og spila fótbolta við LSU háskólann í Louisiana.

„Þetta er 'huge move' hjá Ídu. LSU eitt stærsta íþróttaprógram í Bandaríkjunum. Er að fara í magnað umhverfi," skrifar Brynjar Benediktsson, einn af stofnendum Soccer & Education USA sem aðstoðar leikmenn að komast að á skólastyrk í Bandaríkjunum.

Ída er mjög öflugur leikmaður sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarið. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í lið Vals síðustu árin.

„Ída er farin til New Orleans. Að sjálfsögðu er vont að missa hana en við erum með stóran og góðan hóp. Það kemur maður í manns stað, gamla góða klisjan," sagði Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals, í gær.

Valur er á toppi Bestu deildarinnar með fimm stiga forskot á Breiðabliks eins og er, en Blikarnir eiga leik til góða. Framundan hjá Val eru svo leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið hlýtur að stefna á að komast í riðlakeppnina.
Matti vildi fleiri mörk - „Elín var með flensu og þurfti tíma að ná sér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner