Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scamacca gæti misst af Ofurbikar Evrópu - Meiddist á hné
Mynd: EPA

Gianluca Scamacca, framherji Atalanta, missir að öllum líkindum af leeik liðsins gegn Real Madrid í Ofurbikar Evrópu þann 14. ágúst.


Scamacca varð fyrir því óláni að meiðast á hné í æfingaleik gegn Parma í gær. Hann teigði sig í boltann inn í teig Parma og eitthvað gaf sig í hnénu um leið.

Það þurfti að styðja hann af velli en það er óttast að um alvarleg meiðsli séu að ræða.

Scamacca skoraði 19 mörk í 44 leikjum fyrir Atalanta á síðustu leiktíð. 


Athugasemdir
banner
banner
banner