Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. september 2020 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Öskraði úr fögnuði, tapaði mér í gleðinni og svo komu tárin og ég grét eins og ungabarn"
Jói við hlið Danny Mills.
Jói við hlið Danny Mills.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aldrei verið betri.
Aldrei verið betri.
Mynd: Getty Images
Þvílíkur kóngur og stærsta ástæða þess að Leeds er loksins komið upp í úrvalsdeildina.
Þvílíkur kóngur og stærsta ástæða þess að Leeds er loksins komið upp í úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Jack Harrison gæti komið á óvart og lagt upp mörk
Jack Harrison gæti komið á óvart og lagt upp mörk
Mynd: Getty Images
Jermaine Beckford.
Jermaine Beckford.
Mynd: Getty Images
Miklar tilfinningar þegar Leeds vann Championship.
Miklar tilfinningar þegar Leeds vann Championship.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hitar vel upp fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Leeds er spáð 13. sæti deildarinnar.

Blaðamaðurinn Jóhann Ingi Hafþórsson er mikill stuðningsmaður Leeds og hann svaraði nokkrum laufléttum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Leeds af því að... Fyrst og fremst vegna þess að pabbi minn hélt með liðinu og var fljótur að smita mig. Það skemmdi ekki fyrir að liðið var stórskemmtilegt þegar ég var að byrja að fylgjast með og fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þá var ekki aftur snúið og maður hefur stutt Leeds alla tíð síðan í gegnum súrt og sætt, aðallega súrt þó, þangað til nýlega.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er?
Tímabilið var mjög svipað og tímabilið á undan og í rauninni beint framhald á því, fyrir utan að liðið sprakk ekki á lokakaflanum eins og á síðustu leiktíð. Liðið kunni betur að klára leikina sem skiptu máli. Í staðinn fyrir að tapa fyrir toppliðunum í lokin var Leeds gríðarlega sannfærandi á lokakaflanum og vann deildina afar sannfærandi að lokum.

Sami stórkostlegi Bielsa-boltinn og á fyrstu leiktíð, nema með betri árangri og menn stóðust pressuna. Smá hik í byrjun árs, en annars rosalega sannfærandi og æðislegt tímabil. Sannfærandi og verðskuldaðir meistarar. Þetta tímabil gleymist aldrei.

Fáranlega spenntur að liðið sé loksins komið í úrvalsdeildina í fyrsta skipti í 16 ár og ekki skemmir fyrir að það sé Liverpool á Anfield strax í fyrsta leik! - Meira um tímabilið hér að neðan.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Ég hef farið á átta Leeds-leiki, sex sinnum á Elland Road og tvo útileiki; Anfield og Pirelli-Stadium þar sem stórveldið Burton Albion spilar. Því miður eru sigurleikirnir af afar skornum skammti.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag?
Uppáhalds leikmaðurinn er Pablo Hernández. El Magico. Ekki ósvipaður og David Silva, nema betri (auðvitað). Potturinn og pannan í sóknarleik liðsins, skorar, leggur upp og splúndar vörnum með glæsilegum sendingum. Fyrir utan það er hann mjög duglegur og hleypur mikið og leggur sig fram. Er orðinn 35 ára en hefur sennilega aldrei verið betri.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Kiko Casilla. Markvörður sem kom frá Real Madrid og miklar vonir voru bundnar við. Hefur valdið miklum vonbrigðum, er mistækur, gaf mörk síðasta vetur og var síðan dæmdur í bann fyrir rasisma. Það eitt og sér er nóg til að ég vilji ekki að hann spili fyrir liðið mitt.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Áðurnefndur Pablo Hernandez. Luke Ayling er svo glæsilegur hægri bakvörður sem fólk þekkir mögulega lítið. Þá var Kalvin Philipps valinn í enska landsliðið í fyrsta skipti fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hann er magnaður varnarsinnaður miðjumaður og hefur gjörsamlega spungið út síðan Marcelo Bielsa tók við. Jack Harrison gæti komið á óvart og lagt upp mörk, en hann að láni hjá Leeds frá Manchester City þriðja tímabilið í röð.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Kevin De Bruyne. Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Held það sé ekki hægt að vera glaðari með knattspyrnustjóra en flestir Leedsarar eru með Marcelo Bielsa. Þvílíkur kóngur og stærsta ástæða þess að Leeds er loksins komið upp í úrvalsdeildina. Ég er gríðarlegur aðdáandi bæði að honum sem stjóra og sem manneskju. Við elskum Bielsa.

Einhver ein merkileg saga eða minning sem tengist þér og felaginu?
Mig dreymdi fyrir leik Manchester United og Leeds í enska bikarnum 3. janúar að leikurinn myndi enda 1:0 fyrir Leeds og Jermaine Beckford myndi skora. Leeds var í C-deild og United ríkjandi Englandsmeistari. Að sjálfsögðu fór 1:0 og Beckford skoraði sigurmarkið. Klikkaði samt á að tippa á það.

Hvað þarf að ganga upp til að Leeds haldi sér uppi?
Ég hef engar áhyggjur á að Leeds falli. Liðið er gríðarlega vel þjálfað og flestir leikmenn spilað nokkuð lengi saman og eru vanir því að spila fyrir Bielsa. Síðan hafa bæst við leikmenn eins spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo frá Valencia og Robin Koch frá Freiburg. Rodrigo er spænskur landsliðsmaður og Koch þýskur landsliðsmaður. Ekki er ólíklegt að argentínski landsliðsmaðurinn Rodrigo De Paul bætist við. Með þeim er liðið orðið virkilega sterkt, með stórkostlegan þjálfara og meðbyr frá síðustu leiktíð. Ég hef engar áhyggjur.

Geturu lýst tilfinningum þegar Leeds tryggði sér sæti í úrvalsdeild á nýjan leik?
Þegar Leeds endaði í 14-16. sæti í Championship-deildinni nokkur ár í röð og ekkert var í gangi var það fjarlægur draumur að fara upp. Ég átti það til að zone’a út og ímynda sigurmark hjá Leeds sem tryggði liðinu sæti í úrvalsdeildinni. Bara að hugsa um það varð þess valdandi að ég fékk gæsahúð. Augnablikið sem ég vissi að Leeds væri að fara upp var þegar Pablo Hernández skoraði sigurmark á 89. mínútu á móti Swansea undir lok tímabils. Ég byrjaði á því að öskra úr fögnuði, ég tapaði mér í gleðinni og svo komu tárin og ég grét eins og ungabarn og skammast mín ekkert fyrir það. Ólýsanlega stórkostlega óraunverulega æðisleg tilfinning. Loksins!

Í hvaða sæti mun ... enda á tímabilinu? Segjum 12. sæti. Ágætis byrjun á ævintýri sem verður bara betra.
Athugasemdir
banner
banner
banner