Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 18:41
Magnús Már Einarsson
Sverrir í banni gegn Belgum - Nýtt miðvarðapar
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason fékk rautt í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason fékk rautt í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason verður í leikbanni þegar Ísland mætir Belgum í Þjóðadeildinni á þriðjudag eftir rauða spjaldið gegn Englendingum í kvöld.

Kári Árnason fer heldur ekki með til Belǵíu vegna leiks með Víkingi R. í næstu viku. Kári og Sverrir voru frábærir í vörn Íslands í kvöld en áhugavert verður að sjá hverjir verða miðverðir gegn Belgum á þriðjudag.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, ætlar að skoða málin í vörninni á næstunni.

Áhugavert verður að sjá hverjir verða miðverðir gegn Belgum á þriðjudag. Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon voru bakverðir í dag en þeir hafa báðir leikið sem miðverðir á ferlinum.

Á bekknum í dag voru einnig miðverðirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson.

„Það eru líka leikmenn sem eru þreyttir og við skoðum þetta í kvöld. Við eigum möguleika í hópnum og við skoðum hvað við gerum. Ég hef ekki hugsað út í þetta ennþá. Ég þarf nokkrar mínútur til viðbótar áður en ég fer að hugsa um leikinn gegn Belgum," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner