Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 05. september 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Belgía vann í Danmörku í riðlinum okkar
Belgía fagnar marki gegn Íslandi síðast þegar liðin áttust við árið 2018. Þá voru þau einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.
Belgía fagnar marki gegn Íslandi síðast þegar liðin áttust við árið 2018. Þá voru þau einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Í riðli okkar Íslendinga hafði Belgía betur gegn Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn. Varnarmaðurinn Jason Denayer kom Belgum yfir á níundu mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Dries Mertens kom Belgum svo í 2-0 á 77. mínútu og nokkuð þægilegur sigur þeirra staðreynd. Belgía og England eru með þrjú stig í riðlinum, en Ísland fer í heimsókn til Belgíu í næstkomandi þriðjudag. Það verður rosalega erfitt verkefni.

Portúgal og Frakkar tóku þrjú stig
Í hinum tveimur leikjunum tóku Evrópumeistarar Portúgals og heimsmeistarar Frakklands þrjú stig.

Joao Cancelo kom Portúgal yfir stórglæsilegu marki á 41. mínútu gegn Króatíu á heimavelli. Diogo Jota og Joao Felix bættu svo við mörkum í síðari hálfleiknum og lokatölur 3-0 fyrir Portúgal.

Frakkland og Svíþjóð eru með Portúgal og Króatíu í riðli, og eru Frakkland og Portúgal með þrjú stig eftir fyrstu umferðina. Kylian Mbappe tryggði Frökkum sigur í Stokkhólmi í hörkuleik.

Danmörk 0 - 2 Belgía
0-1 Jason Denayer ('9 )
0-2 Dries Mertens ('77 )

Portúgal 3 - 0 Króatía
1-0 Joao Cancelo ('41 )
2-0 Diogo Jota ('58 )
3-0 Joao Felix ('70 )

Svíþjóð 0 - 1 Frakkland
0-1 Kylian Mbappe ('41 )

Önnur úrslit:
Eins grátlegt og það verður
Þjóðadeildin: Gíbraltar vann er tvö af slökustu landsliðunum mættust
Athugasemdir