Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. september 2022 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Komu nýjar inn í byrjunarliðið - „Ég treysti þeim í allt"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkuð var rætt og skrifað um frammistöðu Amöndu Andradóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudag.

Þær eru báðar mjög ungar og voru að koma nýjar inn í byrjunarliðið, en stóðu sig gríðarlega vel á vinstri vængnum.

„Amanda var góð og við fengum það frá henni sem við vorum að vonast eftir. Það voru gæði í sendingum og í föstum leikatriðum. Við þurftum á því að halda í þeim leik. Hún kom með það inn sem við vorum að vonast eftir. Hún stóð sig virkilega vel," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann var spurður út í Amöndu á fréttamannafundi í dag.

Það er stærri leikur á morgun er íslenska liðið spilar hreinan úrslitaleik gegn Hollandi um það að komast beint á HM.

Steini segist treysta þeim í verkefnið.

„Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og góðir. Ég treysti þeim í allt. Ég efast ekki um að þær séu tilbúnar að spila á morgun. Þó þetta sé leikur sem er stærri en á föstudaginn þá dreymir öllum leikmönnum að spila svona leiki."

„Það er tilhlökkun í hópnum og spenna. Þessir leikmenn elska að spila leiki sem telja svona mikið og geta gert mikið fyrir okkur," sagði Steini.

Leikurinn á morgun hefst 18:45 að íslenskum tíma á morgun. Þar er allt undir.
Athugasemdir
banner