Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 05. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Mikið undir hjá Giampaolo og Milan
Úr leik hjá AC Milan.
Úr leik hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Það verður fróðlegur leikur í kvöld hjá AC Milan sem tekur á móti Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.

AC Milan hefur gengið brösulega í byrjun móts og er strax komin mikil pressa á Marco Giampaolo, þjálfara liðsins. Sögusagnir eru hafnar um næsta þjálfara Milan þrátt fyrir að aðeins sex leikir séu búnir af tímabilinu.

Fyrir leiki dagsins er Milan í 16. sæti með sex stig. Genoa er í 18. sæti með fimm stig.

Leikur Genoa og Milan er lokaleikur dagsins. Klukkan 13:00 mætast Spal og Parma, og klukkan 16:00 mætast Hellas Verona og Sampdoria.

laugardagur 5. október
13:00 Spal - Parma
16:00 Verona - Sampdoria
18:45 Genoa - Milan (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner