Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Samningi Jack Wilshere rift - Felipe Anderson á leið til Porto
Felipe Anderson hefur í heildina gert 12 mörk í 70 leikjum hjá West Ham.
Felipe Anderson hefur í heildina gert 12 mörk í 70 leikjum hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að West Ham United er að rifta samningi Jack Wilshere og mögulega að lána Felipe Anderson til Porto.

Wilshere kom frítt frá Arsenal en fær 100 þúsund pund í vikulaun og vilja Hamrarnir losa sig við hann af launaskrá. Wilshere er 28 ára hæfileikaríkur miðjumaður en þekktur fyrir að vera mikill meiðslapési. Hann spilaði þó aðeins 18 leiki á tveimur árum hjá West Ham þrátt fyrir að lenda ekki í mikið af meiðslum.

Það liggur ekkert á félagaskiptum Anderson þar sem glugginn í Portúgal lokar ekki fyrr en um mánaðarmótin. Líklegt er að kaupmöguleiki muni fylgja samningnum.

Anderson gekk í raðir West Ham fyrir tveimur árum og kostaði 40 milljónir evra eftir að hafa verið lykilmaður í liði Lazio í fjögur ár.

Hann byrjaði vel í enska boltanum og skoraði 9 mörk í 36 úrvalsdeildarleikjum en missti dampinn og er orðinn varamaður hjá Hömrunum.
Athugasemdir
banner
banner