Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 05. október 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes: Afsala mér ekki ábyrgð á erfiðum tímum
Mynd: Getty Images

Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en fyrirliðinn Bruno Fernandes tjáði sig um gengi liðsins og sína eigin frammistöðu á Instagram síðu sinni.


Fernandes fékk að líta rauða spjaldið gegn Tottenham um síðustu helgi en það var síðan dregið til baka. Hann fékk aftur rautt spjald í jafntefli gegn Porto í Evrópudeildinni í vikunni.

„Þetta er erfitt augnablik fyrir liðið og mig persónulega, eitt það erfiðasta. Fimm ár hjá félaginu sem hafa verið upp og niður, góð og slæm augnablik," skrifaði Fernandes.

„Ég hef alltaf mætt áskorunum og mótlæti á mínum ferli og ég mun aldrei afsala mér ábyrgð á erfiðum tímum. Ég veit að það er klisjukennt að segja þetta og flestir stuðningsmenn eru þreyttir á því en enginn er vonsviknari en ég með sjálfan mig. Ég þakka ykkur öllum fyrir sem hafa sent mér jákvæð skilaboð sem hafa trú á mér og liðinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner