Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
banner
   lau 05. október 2024 17:06
Sævar Þór Sveinsson
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hundleiðinlegt að tapa“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn Vestra en liðin mættust í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla núna í dag.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við náðum að jafna. Það var ekki mikið í þessu. Menn voru tilbúnir að hlaupa fram á við og reyna spila fótbolta en menn voru ekki eins viljugir að hlaupa til baka.“

„Við eigum allt of margar feilsendingar í fyrri hálfleik og bara kærulausir. Fyrir vikið þá skora þeir hérna tvö nánast í uppbótartíma í lok fyrri hálfleiks þegar ég sem þjálfari og við viljum bara komast inn í hálfleikinn með 1-1 og laga hlutina og benda mönnum á.“

Hvernig var þá andrúmsloftið inn í klefanum í hálfleik eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið skömmu áður?

Já við erum náttúrulega nýbúnir að tapa stórt og auðvitað var smá þung stemming og fúlt að fá þessi mörk á sig. En ég hafði fulla trú á því að við gætum komið út í seinni hálfleik ef menn myndu aðeins rísa upp á afturfæturnar og spila aðeins hraðar og bæta einhverjum 10-20% í sinn leik eða jafnvel meira þá gætum við snúið þessu við.“

Eftir tvö erfið töp í röð er þá mögulega fínt að fá landsleikjahlé til þess að liðið geti núllstillt sig?

„Nei nei ég hefði bara viljað klára þetta mót. Það er verið að draga þetta á langinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner