Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 05. október 2024 17:06
Sævar Þór Sveinsson
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hundleiðinlegt að tapa“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn Vestra en liðin mættust í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla núna í dag.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við náðum að jafna. Það var ekki mikið í þessu. Menn voru tilbúnir að hlaupa fram á við og reyna spila fótbolta en menn voru ekki eins viljugir að hlaupa til baka.“

„Við eigum allt of margar feilsendingar í fyrri hálfleik og bara kærulausir. Fyrir vikið þá skora þeir hérna tvö nánast í uppbótartíma í lok fyrri hálfleiks þegar ég sem þjálfari og við viljum bara komast inn í hálfleikinn með 1-1 og laga hlutina og benda mönnum á.“

Hvernig var þá andrúmsloftið inn í klefanum í hálfleik eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið skömmu áður?

Já við erum náttúrulega nýbúnir að tapa stórt og auðvitað var smá þung stemming og fúlt að fá þessi mörk á sig. En ég hafði fulla trú á því að við gætum komið út í seinni hálfleik ef menn myndu aðeins rísa upp á afturfæturnar og spila aðeins hraðar og bæta einhverjum 10-20% í sinn leik eða jafnvel meira þá gætum við snúið þessu við.“

Eftir tvö erfið töp í röð er þá mögulega fínt að fá landsleikjahlé til þess að liðið geti núllstillt sig?

„Nei nei ég hefði bara viljað klára þetta mót. Það er verið að draga þetta á langinn.


Athugasemdir
banner