Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   lau 05. október 2024 17:22
Sævar Þór Sveinsson
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Davíð Smári var hæstánægður með sitt lið í dag.
Davíð Smári var hæstánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stórsigur fyrir okkar, sá stærsti í sumar það er klárt.“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, um 4-2 sigur síns liðs gegn Fram. Liðin mættust í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Ofboðslega mikill vilji og mikill karakter í liðinu sem við sýndum í dag. Við lendum auðvitað manni færri og okkar svona stóru póstar eru að stíga hrikalega upp og eru farnir að skila stórum frammistöðum. Í heildina líka bara frábær frammistaða frá liðinu.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag þegar hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu.

„Já hann var stórkostlegur í dag og bara sést líka í marki númer tvö að hann er fullur sjálfstrausts og um leið og Andri byrjar að skora þá hættir hann því ekki og bara ofboðslega góð frammistaða frá honum og sýnir líka að þetta er félagið hans, hann er að berjast fyrir félagið sitt og hann leiddi svolítið vagninn hjá okkur í dag.“

Mark númer tvö hjá Andra var vægast sagt ótrúlegt, kom það Davíði á óvart?

Andri er svona algjört ólíkindatól og það sem honum dettur í hug er auðvitað stútfullt af gæðum og að hann hafi hugmynd um að reyna að skora úr þessu færi finnst mér segja margt um hann sem leikmann, það er að segja gæðalega séð og bara að vera með hugmyndarflugið í þetta, mér fannst það stórkostlegt.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið í dag.

Hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni hjá Fram og ég er ekki búinn að sjá það aftur og enginn atvik úr leiknum aftur en ég vona að ákvörðunin hafi verið rétt hjá Ívari en ef ekki þá er það auðvitað alveg ótrúlegt. En ef að Ibrahima Balde er sekur þá er það líka skammarlegt.

Eftir það ógnuðu Framarar mikið í átt að marki Vestra sem vörðust vel.

Já ég meina þeir spurðu okkur fullt af spurningum, dældu krossum inn í boxið og við náðum að verjast því mjög vel. Við erum auðvitað með gríðarlega sterka pósta í í okkar varnarlínu og Eiður Aron hefur verið leiðtogi þar. Enn og aftur einn af þessum stóru póstum sem er að stíga verulega upp.

Það var gríðarlega góð mæting hjá stuðningsmönnum Vestra á leikinn og þeir létu vel í sér heyra allan leikinn.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, án þessa fólks hérna værum við auðvitað ekki í þessari baráttu. Við ræddum það fyrir leik, ég sagði við strákana áður en þeir löbbuðu inn á völlinn ég bað þá um að kíkja upp í stúku og sjá allt þetta fólk sem er að koma hérna og styðja okkur og reyna að fá kraft frá því fólki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner