Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. nóvember 2020 13:02
Elvar Geir Magnússon
Hvar spilar Alaba á næsta tímabili?
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Liverpool, Manchester City, Paris Saint-Germain og Juventus hafa öll áhuga á að fá David Alaba til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Þetta fullyrðir AS fréttastofan.

Samningur Alaba við Bayern München rennur út næsta sumar og ekki er útlit fyrir að nýr samningur verði gerður.

Önnur félög mega byrja að ræða við þennan 28 ára austurríska landsliðsmann í janúar.

Sagt er að draumur Alaba sé að fara til Real Madrid eða Barcelona en bæði félögin eru að líta til leikmanna sem gætu komið ódýrt. Fjárhagsstaðan er ekki góð vegna heimsfaraldursins.

Alaba getur spilað miðvörð, vinstri bakvörð eða á miðjunni og býr yfir gríðarlegri reynslu.

Alaba hefur verið hjá Bayern síðan 2008 og lyft gríðarlega mörgum bikurum en hann gagnrýndi félagið nýlega fyrir það hvernig það höndaði samningastöðu sína.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, hefur sagt að Evrópumeistararnir vilji halda Alba áfram í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner