Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 05. nóvember 2020 09:44
Magnús Már Einarsson
Pogba aftur til Juventus?
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin keppast við að grafa upp nýjar kjaftasögur. Kíkjum á þær helstu í dag.



Erling Braut Haaland (20) er ekki með riftunarákvæði í samningi sínum hjá Borussia Dortmund að sögn framkvæmdastjórans Hans-Joachim Watzke. (Bild)

Fabio Paratici, starfsmaður Juventus, hefur lýst yfir aðdáun sinni á Paul Pogba (27) en hann hefur verið orðaður við endurkomu til ítölsku meistaranna. (Mirror)

Karl-Heinz Rummenigge, formaður Bayern Munchen, segist vilja halda David Alaba (28) hjá félaginu en ákvörðunin veltur á leikmanninum. (Bild)

Real Madrid vill fá Alaba þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (AS)

Barcelona gæti reynt að fá Tanguy Ndombele (23) miðjumann Tottenham í sínar raðir næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Edson Alvarez (23) varnarmaður Ajax, segist vilja ganga í raðir Manchester City einn daginn. (Goal)

Manchester United mistókst að fá Moussa Dibay (21) kantmann Bayer Leverkusen sínar raðir í sumar. (Mail)

Mason Greenwood (19) verður væntanlega valinn í enska landsliðshópinn á ný í dag. Greenwood var hent út úr hópnum fyrir að brjóta reglur á Íslandi í september. (Guardian)

Sergio Ramos (34) er í viðræðum um nýjan samning við Real Madrid. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner