Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Sky: Solskjær er með stuðning hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ennþá með stuðning hjá stjórn félagsins að sögn frétt Sky Sports í dag.

Solskjær hefur legið undir gagnrýni eftir tvö töp í röð en Manchester United er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn gegn Everton á laugardag.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá United en Manchester Evening News sagði frá því í dag að viðræður þess efnis séu hafnar.

Sky segir hins vegar að Solskjær hafi verið ráðinn til lengri tíma og að hann njóti ennþá stuðnings stjórnarinnar. Úrslitin verði hins vegar að fara að batna inni á vellinum.

Í desember næstkomandi verða tvö ár síðan Solskjær tók við stjórnartaumunum af Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner