Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. nóvember 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Theódór Elmar skoraði í vítaspyrnukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Akhisarspor 0 - 0 Etimesgut
4-5 í vítaspyrnukeppni

Theódór Elmar Bjarnason og félagar í Akhisarspor eru dottnir úr tyrkneska bikarnum eftir vítaspyrnukeppni gegn Etimesgut.

Tapið er óvænt þar sem Akhisarspor er með sterkari liðum í B-deild Tyrklands en Etimesgut er aðeins miðlungs lið í C-deildinni.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og byrjuðu gestirnir frá Etimesgut á því að brenna af. Fjórar fyrstu skyttur Akhisarspor skoruðu og var Theódór Elmar annar að fara á punktinn. Staðan var 4-4 fyrir síðustu vítaspyrnuna en Cekdar klúðraði og því var farið í bráðabana.

Akhisarspor fékk annað tækifæri til að sigra en Hadzic klúðraði næstu vítaspyrnu og staðan því áfram 4-4 eftir 6 spyrnur á haus. Etimesgut skoraði úr sjöundu spyrnunni á meðan Keles brenndi af þriðju spyrnu Akhisarspor í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner