Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blanda sér í baráttuna um Salah
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Katalóníustórveldið Barcelona hefur aftur beint sjónum sínum að Mohamed Salah, framherja Liverpool.

Salah verður samningslaus næsta sumar og það er ákveðin óvissa um framtíð hans.

Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en núna er Barcelona að blanda sér í baráttuna samkvæmt spænska fjölmiðlinum Sport.

Barcelona hefur lengi viljað fá Salah en félagið hafði ekki fjármuni til þess að kaupa hann 2021. Núna gæti verið möguleiki þar sem samningur hans er að renna út.

Liverpool vonast til að endursemja við þennan frábæra leikmann en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner