Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 05. desember 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fabrizio Romano: Balotelli á leið til Monza
Fréttamaðurinn virti Fabrizio Romano segir sóknarmanninn Mario Balotelli vera á leið til Monza í Serie B deildinni á Ítalíu.

Silvio Berlusconi, fyrrum eigandi AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, er núverandi eigandi Monza.

Monza stefnir upp í efstu deild og er með Kevin-Prince Boateng innanborðs. Liðið er í áttunda sæti sem stendur, með 14 stig eftir 9 umferðir.

Romano segir að Balotelli muni gangast undir læknisskoðun á mánudaginn og skrifa undir samning. Balotelli er 30 ára gamall og myndi skipta til Monza á frjálsri sölu.

Balotelli lék síðast með Brescia í Serie A en gekk ekki sérlega vel.
Athugasemdir
banner
banner