Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 05. desember 2020 18:30
Victor Pálsson
Guardiola: Vitum að við þurfum að gera betur
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá meira frá sínum mönnum eftir 2-0 sigur á Fulham á Etihad vellinum í dag.

Raheem Sterling og Kevin de Bruyne gerðu mörk Man City í sigrinum sem var að lokum nokkuð þægilegur.

Heimamenn gátu þó skorað fleiri mörk í leiknum og segir Guardiola að menn verði að gera betur fyrir framan markið.

„Við vorum í vandræðum í byrjun tímabils og það voru margar ástæður fyrir því. Nú höfum við haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og það er mikilvægt að halda þeim stöðugleika," sagði Guardiola.

„Við fórum illa með færin í leiknum og vitum að við þurfum að bæta það. Það er þó fyrir öllu að halda áfram að skapa færin. Síðustu 20 mínúturnar töpuðum við of mörgum boltum sem er vandamál."

„Við verðum að gera auðveldu hlutina betur, það er næsta skref. Raheem Sterling skoraði mark og fiskaði vítaspyrnuna. Það er mikilvægt fyrir sóknarmenninam að skora mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner