Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. desember 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rekin frá Charlton vegna skammarlegra myndbanda
Mynd: Twitter/Charlton
Madelene Wright hefur verið rekin úr kvennaliði Charlton Athletic sem vermir botnsæti ensku Championship deildarinnar, sem er jafnframt neðsta deildin af tveimur atvinnumannadeildum þar í landi.

Wright er aðeins 22 ára gömul en hún var rekin frá Charlton eftir að hafa birt skammarleg myndbönd af sér á Snapchat.

Í öðru myndbandinu sást Wright fá sér hláturgas með vinkonum sínum og í hinu myndbandinu var hún að drekka kampavín við stýrið á Range Rover bifreið sinni.

Charlton hefur lokið rannsókn á málinu og ákveðið að láta leikmanninn fara, en Wright skrifaði undir samning við Charlton í janúar síðastliðnum. Hún var áður hjá Millwall og rannsakaði félagið hana eftir að hún birti myndband af hundinum sínum stýra Range Rover bifreiðinni á ferð í miðri borg.

„Leikmaðurinn sér eftir gjörðum sínum og hefur yfirgefið félagið. Félagið vill taka fram að þó að þessi hegðun sé óásættanleg þá mun leikmaðurinn áfram fá stuðning frá félaginu óski hún þess," sagði talsmaður Charlton meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner